Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Október 2016
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Krefjast kjarajafnréttis STRAX!

Gríðargóð þátttaka var á samstöðufundum á Austurvelli og víðar um land mánudaginn 24. október þegar konur lögðu niður störf og kröfðust kjarajafnréttis. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá verkalýðshreyfingunni segir að þrátt fyrir að 41 ár sé liðið frá því íslenskar konur vöktu heimsathygli með því að leggja niður störf sé enn þörf á því að grípa til aðgerða.  Lestu meira

Samtaka í baráttu fyrir félagslegu réttlæti
Áherslan á félagslegt réttlæti er eitt af því sem sameinar BSRB og Alþýðusamband Ísland í baráttu fyrir betra samfélagi. Mikilvægt er að heildarsamtök launafólks standi saman og styðji við hvort annað í baráttunni, sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi sínu við setningu 42. þings ASÍ á miðvikudag. Lestu meira
Viljayfirlýsing um fagháskólastigið
Ný skýrsla verkefnishóps um fagháskólanám var kynnt nýverið. Þar er lagt til að farið verði af stað með þróunarverkefni strax á næsta ári. Formaður BSRB skrifaði undir viljayfirlýsingu um þátttöku bandalagsins í verkefninu. Lestu meira
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Leita að stofnunum sem vilja stytta vinnuvikuna
Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu sem vilja taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Lestu meira
Fylgstu með BSRB á Facebook
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Um 350 tillögur bárust
Um 350 tillögur að nafni á nýtt íbúðafélag BSRB og ASÍ bárust í samkeppni um nýtt nafn áður en frestur til að skila inn tillögum rann út. Búast má við niðurstöðu um miðjan nóvember. Lestu meira
Kynntu þér yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun. Lestu meira
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista