Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Júlí 2016
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Engin lög um dagvistun barna fyrir leikskóla

Foreldra íslenskra barna bíður oft mikil áskorun að loknu fæðingarorlofi við að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf foreldranna. Ástæðan er sú að hér á landi tryggir hið opinbera ekki að börn fái dagvistun við hæfi fyrr en börn eru komin á leikskólaaldur. Starfshópur sem vann tillögur að breytingu á fæðingarorlofslögum lagði þunga áherslu á að breyta þessu og lagði til að skipuð verði verkefnisstjórn sem hafi það hlutverk að leita leiða til að unnt verði að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.   Lestu meira

Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag
Það er auðvelt að venjast því í sumarfríinu að geta eytt gæðastundum með fjölskyldum og vinum frekar en vinnufélögum. BSRB telur mikilvægt að fjölga þessum gæðastundum allan ársins hring með styttingu vinnuvikunnar.  Lestu meira
Aukin samskipti barna við feður mikilvæg
Alþjóðleg samanburðarrannsókn sýnir að íslensk börn eiga í bestu samskiptin við feður sína af börnum frá þeim löndum sem tóku þátt í rannsókninni. Líklegt er að þetta tengist rétti feðra til fæðingarorlofs.  Lestu meira
Algengt að einelti
sé kallað grín

Algengt er að gerendur í eineltismálum beri því við að þeir hafi bara verið að grínast í fórnarlambi sínu, þegar þeir eru í raun að gera lítið úr eða niðurlægja viðkomandi.  Lestu meira
Fylgstu með BSRB á Facebook
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Lestu bækling um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sem BSRB og fleiri gáfu út nýverið.
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista