Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Júní 2019
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Samið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Viðræður eru í gangið við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Lestu meira

Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku hjá borginni
Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur dregið úr álagi á starfsfólk og aukið starfsánægju án þess að dregið hafi úr afköstum. Þetta kemur fram í lokaskýrslu um tilraunaverkefnið sem nú hefur verið gerð opinber. Lestu meira
Fyrsti leigjandinn hjá Bjargi fékk afhent
Bjarg íbúðafélag fagnaði tímamótum í starfsemi félagsins nýverið þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi. Lestu meira
FRÓÐLEIKUR
Atvinnurekendur tryggi rétt orlof launafólks
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins bendir til þess að íslenskir dómstólar hafi ranglega látið kröfur starfsmanna vegna orlofs falla niður vegna tómlætis. Dómurinn er skýr um það að atvinnurekendum ber að tryggja að starfsmenn fái upplýsingar um ótekið orlof og frítökurétt. Lestu meira
Finndu BSRB á Facebook!
Póstmenn samþykkja nýjan kjarasamning
Félagsmenn í Póstmannafélagi Íslands samþykktu nýgerðan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Íslandspósts með yfirgnæfandi meirihluta í rafrænni kosningu sem lauk á mánudag. Lestu meira
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista