Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Apríl 2016
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Samstaða - sókn til nýrra sigra

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks. Yfirskrift 1. maí þetta árið er Samstaða - sókn til nýrra sigra. Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram. Lestu meira

Landlæknir segir heilbrigðiskerfið í fjársvelti
Slæm staða heilsugæslunnar og Landspítalans er bein afleiðing þess kerfis sem verið hefur við lýði hér á landi undanfarna áratugi, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Hann var gestur Velferðarnefndar BSRB nýverið og fór á fundinum yfir stöðu heilbrigðismála og þær leiðir sem færar eru til að bæta íslenska heilbrigðiskerfið. Lestu meira
Breytingar á fæðingarorlofi bæta Ísland
Ef ætlunin er að gera Ísland að eftirsóknarverðu landi fyrir ungt fólk verðum við að stíga stærri og hraðari skref í átt til þess að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Lenging fæðingarorlofs, óskertar greiðslur upp að 300.000 kr. og hækkun hámarksgreiðslna eru mikilvæg skref að því markmiði, að mati BSRB. Lestu meira
Styttri vinnuvika léttir undir með foreldrum
Brýnt er að grípa til aðgerða til að létta undir með foreldrum, sem margir hverjir eru að sligast undir álagi í vinnu og við barnauppeldi. Formannaráð BSRB bendir á að með því að stytta vinnuvikuna megi auðvelda fólki að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Lestu meira
Komdu á opinn fund BSRB og ASÍ um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni þriðjudaginn 3. maí.
Á döfinni
1. maí
Formaður BSRB tekur þátt í kröfugöngu í Hafnarfirði og ávarpar að henni lokinni þátttakendur.
3. maí
Opinn fundur BSRB og ASÍ um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni.
Fylgstu með BSRB á Facebook
Lestu nýjan bækling um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sem BSRB og fleiri gáfu út nýverið.
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista