Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Febrúar 2017
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Vilt þú vinna #kvennastarf?

Þó Ísland standi að mörgu leyti vel þegar kemur að jafnrétti kynjanna eigum við enn langt í land með að ná þeim áfanga að hér ríki kynjajafnrétti. Átakið #kvennastarf er eitt af mörgum spennandi verkefnum sem nú eru í gangi, eða fara í gang á næstunni, þar sem unnið er að því að koma á jafnrétti. Átakið sýnir svo vel að ekkert starf er kvennastarf, bæði konur og karlar geta starfað við það sem þeim sýnist! Lestu meira

Val á milli fjármagns og lýðræðis?
Togstreitan á milli fjármagns og lýðræðis var rauði þráðurinn í erindi Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi þingmanns, ráðherra og formanns BSRB, á morgunverðarfundi um alþjóðaviðskiptasamninga á vegum BSRB og BHM síðastliðinn fimmtudag. Lestu meira
Þingmenn bregðast ekki við gagnrýni
Sú ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að lækka starfstengdar greiðslur þingmanna kemur ekki til móts við gagnrýni BSRB á verulega launahækkun þingmanna sem kjararáð tilkynnti um á kjördag. Bandalagið kallar eftir því að ákvörðun kjararáðs verði afturkölluð og launaþróun þingmanna verði í takt við kjör annarra stétta. Lestu meira
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
BSRB fagnar 75 árum
Þann 14. febrúar síðastliðinn voru75 ár frá stofnun BSRB.Þegar bandalagið var stofnað, þann 14. febrúar 1942, voru aðildarfélög bandalagsins 14 talsins með um 1.550 félagsmenn. Í dag eru aðildarfélögin 25 talsins og félagsmennirnir rúmlega 21.000 talsins. Lestu meira
Fylgstu með BSRB á Facebook
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Greiðsluhlutfall sjúklinga af lyfjum hækkað
Hlutfallið sem sjúklingar greiða af öllum almennum lyfjum hefur hækkað undanfarinn rúman áratug. Árið 2016 var hlutfallið 42 prósent, samanborið við 36 prósent árið 2004. Þetta kom fram í máli formanns Lyfjagreiðslunefndar, þegar hún kom á fund nefndar BSRB um velferðarmál.
Lestu meira
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista