Copy
Lestu fréttabréf BSRB – Janúar 2017
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Stjórnvöld standist þrýsting um að einkavæða

BSRB varar stjórnvöld við því að láta undan þrýstingi þeirra sem vilja einkavæða enn frekar í heilbrigðiskerfinu í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Byggja á upp heilbrigðiskerfi sem er rekið á réttlátan hátt af hinu opinbera fyrir skattfé landsmanna þar sem allir hafa jafnan aðgang að fyrsta flokks þjónustu. Lestu meira

Breytingar á skattkerfinu óheillaskref
Breytingar á skattkerfinu sem tóku gildi um áramót voru óheillaskref sem mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða aukinna álagna á tekjulægri hópa skrifar Árni Stefán Jónsson, 1. varaformaður BSRB og formaður nefndar um vinnumarkað, kjaramál og lífeyrismál í grein sem birtist í Fréttablaðinu. Lestu meira
Leggja til kvennafrídag árið 2020
Kjörið er að boða aftur til kvennafrís árið 2020, þegar 45 ár verða liðin frá fyrsta kvennafríinu, að mati vinnuhópsins sem skipulagði kvennafrídaginn 2016. Þetta kemur fram í skýrslu sem tekin hefur verið saman um viðburðinn. Lestu meira
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Keðjuverkun í endurskoðun kjarasamninga
Ef endurskoðun kjarasamninga á almennum markaði leiðir til þess að samningum verði sagt upp getur BSRB sagt upp samningum fyrir hönd sinna aðildarfélaga. Lestu meira
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Traust grundvöllurinn
Formaður BSRB skorar á nýjan fjármálaráðherra að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að lögin verði í samræmi við samkomulag sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög á síðasta ári. Lestu meira
Fylgstu með BSRB á Facebook
Vantar 25 þúsund líffæragjafa á skrá
Um 25 þúsund líffæragjafa vantar á skrá hjá landlækni til að mæta eftirspurn eftir líffæragjöfum. Eftirspurn eftir líffæraígræðslum hefur aukist síðustu ár. Lestu meira
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista