Copy
Lestu fréttabréf BSRB – September 2016
Skoðaðu fréttabréfið í vafra

Verk að vinna við að leiðrétta launamun

Niðurstöður árlegrar launakönnunar SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sýna að 15-16% óútskýrður munur er á launum opinberra starfsmanna í félögunum tveimur og kollega þeirra á almenna markaðinum. „Þetta sýnir svart á hvítu að það er verk að vinna við að leiðrétta launamuninn,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.  Lestu meira

Bréf formanns um samkomulag í lífeyrismálum
Skrifað var undir samkomulag milli bandalaga opinberra félaga, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar um nýtt lífeyriskerfi þann 19. september. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, fór yfir stöðuna í kjölfar samkomulagsins í bréfi til félagsmanna.  Lestu meira
Aldrei sátt um kaupaukagreiðslur
Aldrei verður sátt um það í íslensku samfélagi að lítill hópur einstaklinga fái háar kaupaukagreiðslur eins og tíðkuðust fyrir bankahrunið 2008 að mati formannaráðs BSRB. Í ályktun frá ráðinu er skorað á íslensk fyrir tæki að sýna samfélagslega ábyrgð og hverfa ekki aftur til þess verklags sem átti þátt í hversu illa fór fyrir íslensku samfélagi í hruninu.   Lestu meira
BSRB og ASÍ í átaki
BSRB hefur í samstarfi við ASÍ hafið sérstakt átaksverkefni til að þrýsta á um breytingar til hins betra á lögum um fæðingarorlof. Við hvetjum fólk til að segja sína sögu á samfélagsmiðlunum.
Fylgstu með átakinu
Fylgstu með BSRB á Facebook
Sæktu skýrslu stjórnar fyrir aðalfund BSRB.
Umsögn BSRB: Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð
Stuðningi stjórnvalda við húsnæðiskaupendur verður beint frá þeim tekjulægri til þeirra tekjuhærri verði frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð samþykkt á Alþingi. Lestu umsögn BSRB um málið.
Facebook
Vefsíða
Tölvupóstur
BSRBGrettisgötu 89, 105 Reyjavík
525 8300
bsrb@bsrb.isbsrb.is

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista