Á nýja vefnum má finna ítarlegar upplýsingar um réttindi og skyldur starfsfólks á opinbera og almenna markaðinum auk allra helstu upplýsinga um starfsemi BSRB, t.a.m. skipulag, stjórn, starfsfólk, nefndir, stefnumál, fræðslu og styrki.
Lýðræði, norrænt samstarf og réttlát umskipti til umfjöllunar á 50 ára afmælisþingi NFS
Fulltrúar úr verkalýðshreyfingunni á Norðurlöndunum komu saman á 50 ára afmælisþingi NFS Norræna verkalýðssambandsins í Osló dagana 27. – 29. september. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur bandalagsins sóttu þingið fyrir hönd BSRB.
BSRB, BHM og Kennarasambandið standa sameiginlega fyrir fundi um endurmat á virði kvennastarfa þann 5. október kl. 9-12. Viðburðurinn fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en honum verður einnig streymt á heimasíðu og facebooksíðu BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir lengd vinnuvikunnar, sem víðast hvar er 40 stundir á viku, ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti séu engin vísindaleg rök fyrir henni né byggi hún á þekkingu um hvað geti skilað bestu mögulegu niðurstöðu fyrir einstaklinginn, fjölskylduna, vinnustaðinn og samfélagið.
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkis sem sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2019 og starfsfólk sveitarfélaga sem átti gjaldfallið orlof 1. apríl 2020 getur tekið það út til 30. apríl 2023. Eftir það fyrnast orlofsdagarnir.
Aukið samstarf grundvöllurinn að frekari þekkingu á íslenskum vinnumarkaði
Í nýjasta tölublaði Vísbendingar fer Maya Staub doktor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Vörðu yfir starfsemi stofnunarinnar og segir frá þeim fjölmörgu samstarfsverkefnum og rannsóknum sem unnið er að.
Góður undirbúningur skilar betri árangri og meiri sátt
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, kom á fund með samningseiningum BSRB og fjallaði um mikilvægi góðs undirbúnings fyrir samningaviðræður og hvað skipti máli að hafa í huga þegar sest er að samningaborðinu.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB fjallar um fjárlagafrumvarpið þar sem hún segir BSRB ítrekað hafa bent á mikilvægi þess að styrkja almannaþjónustuna og tekjutilfærslukerfin til að efla velferð hér á landi. Fjárlagfrumvarpið svari þessu ákalli ekki heldur boði þvert á móti niðurskurð í opinberri þjónustu og stefnuleysi í tekjutilfærslukerfunum.
Samkvæmt samanburði sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum er launamunur kynjanna meiri á Ísland en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. "Það þarf að vinna bug á því sögulega og kerfisbundna misrétti sem kvennastéttir hafa búið við og leiðrétta skakkt verðmætamat á virði kvennastarfa með aðgerðum", segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Hafa stjórnvöld brugðist þolendum áreitni og ofbeldis á vinnustöðum?
"Er eðlilegt að láta þolendur leita sér ráðgjafar og úrræða á fleiri en einum stað og að þessi kerfi og stofnanir tali ekki eða illa saman? Er eðlilegt að ef atvinnurekandi tekur ekki rétt á málum að eina leiðin sé í gegnum kærunefnd eða dómstóla?" Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB fjallar um áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.